ÁSGARÐUR

SKÓLI í SKÝJUNUMÍ Ásgarði er hið ómögulega mögulegt

Nemendamiðað nám alfarið óháð staðsetningu

Námið í Ásgarði

Nemendamiðað og heildstætt nám sem byggir á samþættingu námsgreina. Skólanámskrá skólans byggir á Aðalnámskrá grunnskóla og International Middle Years Curriculum sem notuð er í 90 löndum og 1500 skólum. Í Ásgarði koma nemendur á virkan hátt að stjórn skólans, skipuleggja nám sitt og taka beinan þátt í verkefnum sem bæta heiminn.

Sýn og stefna

Skólasamfélag sem vinnur að því með nemendum sínum og fjölskyldum þeirra að þeir verði færir um að taka virkan þátt í því að bæta heiminn. Nemendur Ásgarðs fá tækifæri til að verða virkir þáttakendur í lýðræðissamfélagi með beinni þátttöku í verkefnum sem hafa greinilega þýðingu og merkingu fyrir þá sjálfa

Stjórnun og starfsfólk

Starfsfólk Ásgarðs hefur óbilandi trú á nemendum sínum og veit að til þess að unglingar nái árangri verður starfsfólk að vinna með nemendum og leyfa þeim að taka virkan þátt í náminu og starfsemi skólans. Starfsfólk Ásgarðs lítur á foreldra og forráðamenn sem helstu sérfræðinga í málefnum nemenda okkar og vinnur náið með þeim.

Ásgarður

Ásgarður er eini grunnskólinn á Íslandi sem er alfarið óháður staðsetningu.

kt. 610420-0440

Ásgarðsskóli is a local not for profit primary school.

Staðfesting MMR/Licence from Ministry of Education

 

Hafa samband

Við erum við tölvuna sendu okkur línu eða taktu upp tólið eða Whatsapp.

Skráning nemanda

Nemendur í Ásgarði stunda flestir nám utan síns sveitarfélags. Forsjáraðilar þurfa að óska eftir því að nemandinn stundi nám utan sveitarfélags. Greiðslur eru samkvæmt gjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga. 

Viðtökusveitarfélagið er Reykhólahreppur. Frekari upplýsingar og umsóknareyðublað hér.