Rafræn náms- og starfsráðgjöf
Vantar þig náms – og starfsráðgjafa? Þá er tilvalið að gera samning við Ásgarð um rafræna ráðgjöf sem er óháð staðsetningu.
Hjá Ásgarði starfa náms- og starfsráðgjafar sem bjóða upp á ráðgjöf fyrir nemendur á öllum skólastigum og einnig ráðgjöf fyrir fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir. Hafðu samband við kristrun@ais.is eða betty@ais.is ef þú vilt kynna þér málið nánar og gera samning um rafræna ráðgjöf. Ráðgjafar Ásgarðs hafa áralanga reynslu af að veita ráðgjöf til einstaklinga, menntastofnana og fyrirtækja – Nám/starfsfolkid-okkar/s- og starfsráðgjafar Ásgarðs . Náms og starfsráðgjafar Ásgarðs bera lögverndað starfsheiti.
Í lögum um náms- og starfsráðgjöf frá árinu 2009 er starfsheitið náms og starfsráðgjafi lögverndað (sbr. 1. gr. laga nr. 35/2009)
Náms- og starfsráðgjafar vinna samkvæmt siðareglum félags náms- og starfsráðgjafa og eru bundnir trúnaði um málefni ráðþega.
© 2022 Ásgarður AIS ehf
Við erum alltaf á vaktinni, Sendu okkur línu eða skilaboð asgardur@ais.is – 8999063