Námsgögn

komdu með okkur í skýjin

Kennsluráðgjöf er virkur þáttur í okkar starfsemi og innleiðing aðalnámskrár er okkar hjartans mál. Áhersla á grunnþætti og lykilhæfni og birtingarmynd starfshátta 21. aldarinnar er rauði þráðurinn í okkar áætlunum. Áætlanir sem við birtum í Ásgarði eru gerðar með ströngum skilyrðum og byggja á rannsóknum og rýndum kennsluaðferðum.

Við leggjum okkur fram um að kennsluáætlanirnar okkar byggi kyrfilega á grunnþáttum aðalnámskrár grunnskóla og að þær falli að matstæki Gerðar G. Óskarsdóttur um einstaklingsmiðað nám. Ennfremur að áætanirnar séu greinargóðar og að þar séu nýttar fjölbreyttar og skapandi kennsluaðferðir og námsmat. Þar er ávallt sérstök áhersla á lykilhæfni og viðmið höfð að leiðarljósi.

Allar áætlanirnar er auðvelt að færa upp eða niður um stig, skipta um þema eða breyta áherslum og bæta við greinum til að samþætta.

Námsgagnatorg Ásgarðs 👈 smella hér)

Starfsfólk Ásgarðs vinnur hörðum höndum að tilraunaverkefni þar sem kennsluáætlanir og framgangur þemaverkefna eru sett upp á Námsgagnatorginu ( 👈 smella hér). Fjórtán tilraunaskólar hefja leika með því að prufukeyra kerfið en þá verður búið að setja meðfylgjandi kennsluáætlanirnar inn í kerfið, tengja hæfiviðmiðum og viðmiðum um árangur. Um áramót geta almennir skólar gerst áskrifendur.

Vinnuskjölin eru opin fyrir alla kennara að nota og opin fyrir komment um það sem betur má fara. Við erum að vinna í skjölunum en allir geta tekið afrit af skjölunum fyrir sig og/eða fylgst með breytingunum sem skjölin taka. Við viljum endilega fá hugmyndir, óskir og ábendingar sem koma að gagni við þessa vinnu.

Stefnumótun, innnleiðingu, stuðning og framkvæmd. Sérfræðiaðstoð við nemendur, kennara og foreldra. 

Við hjá Ásgarði sérhæfum okkur í að nýta tæknina til þess að aðlaga alhliða þjónustu- og sérfræðiráðgjöf í menntakerfinu að nýjum veruleika. Framþróun og breytingar í menntamálum kalla á mikla endurskoðun á starfsháttum þeirra sem starfa við uppeldi og menntun. Við hjá Ásgarði erum tilbúin til að varða leiðina með nemendum, foreldrum, skólum, sveitarfélölgum, fyrirtækjum og stofnunum

Landnámið; grunnþáttur læsi – samfélagsfræði og íslenska. Gert fyrir yngsta stig.

Heimurinn batnandi fer; grunnþáttur jafnrétti – samfélagsfræði og íslenska. Gert fyrir yngsta stig.

Myglaðar miðaldir; grunnþáttur lýðræði og mannréttindi – samfélagsfræði, UT og íslenska. Gert fyrir miðstig.

Stríð og friður; síðari heimsstyrjöldin; grunnþáttur sköpun – samfélagsfræði og íslenska og UT. Gert fyrir unglingastig.

Who am I? Hver er ég? Grunnþáttur; heilbrigði og velferð. Enska. Gert fyrir unglingastig.

Hver er ég? Unnið fyrir 7. bekk – auðvelt að breyta í 8.-10. bekk og líka fyrir yngri.

Kennslu áætlanir

Fyrir kennara

Áhugasviðs verkefni

Fyrir nemendur

Kistillinn og Kistan eru áhugasviðsverkefni sem reyna á þrautseigju nemenda. Mögnuð leið til að samþætta íslensku (eða önnur tungumál) með íþróttum og list- og verkgreinum – og nýsköpun. Mjög góð leið til að auka samvinnu og samstarf við atvinnulífið. Nemandinn vinnur út frá skilyrðum um vinnulag, grunnþætti og áhugasvið. Verkefnin geta tekið allan veturinn – allt frá 10 klukkutímum og geta verið 40 tíma verkefni. Hægt að hlaða niður sinni eigin útgáfu og vinna með markmið, hæfni, og matsviðmið. Í þessu verkefni er lykilhæfnin allt um kring. Matslistar og markmiðalistar fylgja. Allar ábendingar vel þegnar um málfar sem betur má fara og hvernig má bæta við. Tannhjólið er samþættingarverkefni þar sem leitast er við að samþætta bóklegt nám og list og verkgreinar í gegnum sköpunarferlið. Hér eru gögnin aðgengileg. Verkefnið hlaut styrk frá SSNE en verður prufukeyrt í nokkrum skólum á svæðinu í byrjun nýs árs.

Ásgarður (áður Trappa ráðgjöf) og Menntamálastofnun ásamt þremur skólum (Grunnskólanum á Hólmavík, Hörðuvallaskóla og Síðuskóla) hófu vinnu við að gera lýðræði og mannréttindi sýnileg í skólastarfi. Einn liður í því var að við myndum skrifa saman kennsluáætlanir að tíu þemaverkefnum undir grunnþættinum lýðræði og mannréttindi.

Því miður var skrúfað fyrir þann hluta verkefnisins í miðju kafi en eftir stendur beinagrind að tíu þemaverkefnum eftir bekkjum – eða ágætis beinagrind að stigvaxandi þemaverkefnum sem upplagt er að nýta sem grunn þar sem íslenska, samfélagsfræði og upplýsinga – og tæknimennt gætu verið samþætt.

Hér er skjalið – ekki hika við að nýta ykkur það sem grunn að þemaverkefnum. Við ímynduðum okkur að verkefnin gætu náð yfir einhvern tíma – 4-6 vikur til dæmis.

Námsvísar

Grunnar að námsvísum