Innra mat
Það er sérstakt metnaðarmál í Ásgarði að stjórnun, nám og kennsla og innra mat taki mið af skýrum gæðaviðmiðum. Gæðaviðmið skólans hafa verið sett fram í þessum þremur flokkum og byggja á gæðaviðmiðum MMS um gæða skólastarf. Ennfremur stefnir Ásgarður á að fá alþjóðlega vottun og úttekt á innleiðingu IMYC námskrárinnar. Sú úttekt fer venjulega fram þremur til fjórum árum eftir að innleiðing námskrárinnar hefst.
Innra mat er samofið öllu skólastarfi og stöðugt til umfjöllunar í öllu skólastarfi skólans. Kennarar, nemendur og foreldrar eru meðvitaðir um með hvaða hætti skólastarfið miðar stöðugt að því að uppfylla eigin gæðaviðmið.
- Innra mat í Ásgarði er skipulagt í langtímaáætlun um innra mat sem gildir frá 2021 til 2026.
- Gæðaviðmið Ásgarðs, tímaáætlun og yfirlit yfir mælitæki sem nýtt eru til að leggja mat á skólastarfið.
- Gæðaviðmið um Innra mat
- Gæðaviðmið um stjórnun og faglega forystu
- Gæðaviðmið um nám og kennslu
- Gæðaviðmið IMYC – innleidd á næstu þremur til fjórum árum.
Í júní ár hvert skilar Ásgarður sjálfsmatsskýrslu til Mennta og menningamálanefndar Reykhólahrepps með tímasettri umbótaáætlun.