Skráning nemenda

Til að fá námsvist í Ásgarði þurfa forráðamenn barna sem búa ekki í Reykhólahreppi að sækja um námsvist utan lögheimilis sveitarfélags og færa rök fyrir því hjá sínu sveitarfélagi. Skólavist því ávallt háð samþykki viðkomandi sveitarfélags. Sum sveitarfélög eru með umsóknargátt á heimasíðum sínum en hjá öðrum þarf að fylla út eyðublað og senda

Nemendur í Ásgarði geta fengið skólavist að ósk sveitarfélaga og þá er gert samkomulag um eðli og umfang þeirrar skólavistar. Eðlilegt er að námsvist nemenda í Ásgarði verði unnin í nánu samstarfi við fræðsluyfirvöld í því sveitarfélagi sem nemandinn býr í. Best fyrir forráðamenn er að snúa sér beint til skólastjóra í Ásgarði með fyrirspurnir og fylla út umsóknareyðublað Ásgarðs áður.

Forráðamenn greiða ekki fyrir skólavist í Ásgarði nema ef þeir ákveða að greiða skólagjöldin að fullu sjálfir vegna þess að viðkomandi sveitarfélag samþykkir ekki millifærsluna eða ef viðkomandi er ekki með lögheimili á Íslandi.  

Miðað er við að nemendur hafi lokið hæfniviðmiðum 7. bekkjar og séu að hefja nám á unglingastigi.

Kristrún Lind Birgisdóttir er skólastjóri

kristrun@asgardsskoli.is

8999063 (SMS/Whattsap)

%d bloggurum líkar þetta: