Ásgarðsskóli
skóli í skýjunum
Við trúum því að hver einasti nemandi sé einstakur og leggjumst á eitt við að efla færni og hæfileika hvers og eins.

Skóladagatal
Námsvísir og kennsluáætlanir
Skólanámskrá
Starfsáætlun
Námsmat
Verkfæratorg
Mætum, gerum okkar besta og pössum hvert annað.
Ásgarðsskóli er grunnskóli fyrir nemendur á unglingastigi, skólastarf í skólanum fer fram á netinu. Í Ásgarðsskóla eru öll jöfn og nemendur hvorki aðgreindir vegna aldurs, kyns, uppruna eða með nokkrum öðrum hætti.
Umsagnir
nemenda & foreldra
„Það besta sem við gerðum fyrir okkur var að fara yfir í Ásgarðsskóla. Gæti ekki mælt meira með.“
„Ég get loksins notið dagsins og hitt vini mína án þess að deyja úr þreytu útaf ég hef eitt allri orkunni minni í að fara í skólann.“
Fréttir
Spurt & svarað
Hverjir geta sótt um í skólanum?
Forsjáraðilar barna á unglingastigi geta óskað eftir flutningi nemandans úr sínu sveitarfélagi til Reykhólahrepps.
Skólavist er háð samþykki heimasveitarfélags og móttökusveitarfélagsins Reykhóla.
Hvað kostar að vera í skólanum?
Forsjáraðilar greiða ekki neitt fyrir skólavist ef að sveitarfélag samþykkir flutninginn. Ef svo ólíklega vill til að foreldrar greiði skólavist sjálfir þá er hægt að miða við verðskrá Sambands Íslenskra sveitarfélaga.
Hver er sérstaða skólans?
Skólinn er eini grunnskólinn á landinu sem hefur fengið leyfi til að starfa alfarið á netinu. Nemendur eru á unglingastigi og vinna að öllum markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla. Tæknilega er skólinn sérskóli en nemendur útskrifast án stjörnumerkingar og fara flest í framhaldsskóla að lokinni skólagöngu.
Hvaðan koma nemendurnir?
Nemendur koma úr fjölmörgum sveitarfélögum, að jafnaði 15-20 sveitarfélögum á hverjum tíma. Öll stunda nám heima hjá sér. Skólinn tekur 50 nemendur.
Hverjir kenna við skólann?
Kennararnir sem starfa við skólann eru sérfræðingar í leiðsagnarnámi og vinna þétt saman að velferð allra nemenda og ganga eins langt og mögulegt er að koma til móts við þarfir allra nemenda.
Hvernig er stoðþjónustan við skólann?
Skólinn er með nemendaverndarráð, skólasálfræðing, hjúkrunarfræðing, veitir náms- og starfsráðgjöf eins og aðrir skólar. Sumir nemendur eru með stoð teymi í kringum sig. Skólinn hefur líka tengilið farsældar.


