Um skólann
Við trúum því að hver einasti nemandi sé einstakur og leggjumst á eitt við að efla færni og hæfileika hvers og eins.
Mætum, gerum okkar besta og pössum hvort annað.
Ásgarðsskóli er grunnskóli fyrir nemendur á unglingastigi, skólastarf í skólanum fer fram á netinu. Í Ásgarðsskóla eru öll jöfn og nemendur hvorki aðgreindir vegna aldurs, kyns, uppruna eða með nokkrum öðrum hætti.
Kennslu- og uppeldisfræðileg stefna skólans.
Fyrir hvað stendur skólinn?
Hvers vegna gerum við það sem við gerum?
Skólavist í Ásgarðsskóla
Til að fá námsvist í Ásgarðsskóla þarf fullorðna fólk barna sem búa ekki í Reykhólahreppi að sækja um námsvist utan lögheimilissveitarfélags og færa rök fyrir því hjá sínu sveitarfélagi. Skólavist er því ávallt háð samþykki viðkomandi sveitarfélags. Sum sveitarfélög eru með umsóknargátt á heimasíðum sínum en hjá öðrum þarf að fylla út eyðublað og senda.