Nemendamiðað og heildstætt nám sem byggir á samþættingu námsgreina. Skólanámskrá skólans byggir á Aðalnámskrá grunnskóla og International Middle Years Curriculum sem notuð er í 90 löndum og 1500 skólum. Í Ásgarði koma nemendur á virkan hátt að stjórn skólans, skipuleggja nám sitt og taka beinan þátt í verkefnum sem bæta heiminn.
Skólasamfélag sem vinnur að því með nemendum sínum og fjölskyldum þeirra að þeir verði færir um að taka virkan þátt í því að bæta heiminn. Nemendur Ásgarðs fá tækifæri til að verða virkir þáttakendur í lýðræðissamfélagi með beinni þátttöku í verkefnum sem hafa greinilega þýðingu og merkingu fyrir þá sjálfa
Starfsfólk Ásgarðs hefur óbilandi trú á nemendum sínum og veit að til þess að unglingar nái árangri verður starfsfólk að vinna með nemendum og leyfa þeim að taka virkan þátt í náminu og starfsemi skólans. Starfsfólk Ásgarðs lítur á foreldra og forráðamenn sem helstu sérfræðinga í málefnum nemenda okkar og vinnur náið með þeim.
Nemendur í Ásgarði stunda flestir nám utan síns sveitarfélags. Forsjáraðilar þurfa að óska eftir því að nemandinn stundi nám utan sveitarfélags. Greiðslur eru samkvæmt gjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga.